17.7.2007 | 21:20
Halló, marktækt eða ?
Gott að maður er þá ekki einn um þessa yndislegu fordómafullu hugsun. Alveg 500 manns í sex margra milljón manna löndum tóku þátt í könnun og um 250 manns af þeim finnst þetta líka...
(kaldhæðnilegt skot á marktæki þessarar könnunar..)
og já er ég eini sem fatta þetta ekki alveg
"Þá segir hann að það að svo margir efist um hollustu gyðinga sé veki hvað mestan óhug þar sem slíkt geti stuðlað að ofbeldi og óréttlæti gegn gyðingum."
Orðið aðeins of mikið af villum í textaskrifum mbl.is orðið hallærislegt :)
![]() |
Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 468
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er illa unnin frétt sem byggir á en verri frétt um algjörlega ómarktæka könnun. Til þess að hún gæti talist marktæk þyrfti að hryngja í að lágmarki 2000 manns í hverju af þessum 6 löndum.
Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 21:32
Andúð á gyðingum er eldgömul og rótgróin í mörgum samfélögum víðsvegar. Fyrir það fyrsta, þá eiga þeir sér trúarbragðakerfi sem leggur ákveðnar línur í meðferð matvæla, og hreinlætis, auk félagslegrar samstöðu og einangrunar. Fyrr á öldum, dó almenningur í stórum stíl úr drepsóttum, eða plágum, en oft veiktust gyðingar ekki, vegna strangtrúaðs hreinlætis síns, og aðferða við matvælavinnslu. Þetta gátu menn í öndverðu ekki skilið, og ályktuðu því sem svo að gyðingar hlytu að hafa gert samkomulag við djöfulinn. Auk þess sem gyðingar voru, og eru séðir kaupsýslymenn, sem vernda sinn höfuðstól og ávaxta, en berast ekki á. Af því leiddi, að þegar kreppti að, áttu gyðingar sitt fé, og nýttu tækifærin, eins og þeir gera enn. Þeir hlutu því að vera í beinu viðskiptasambandi við andskotann. Þetta tvennt, er yfrið næg ástæða til þess að afla sér óvinsælda. Í dag er gyðingahatrið líklega bundið við einhverskonar þjóðernisöfgahópa, sem apa þetta eftir nasista pólitíkinni. Fjölmiðlar eru mjög duglegir að auglýsa gyðingahatur. Kannski þeir ættu að kanna allt hitt hatrið betur, þ.e. gagnvart innflytjendum, þeldökkum, samkynhneigðum, transgender fólki, eða hvaða öðrum minnihlutahópi sem sætir fyrirlitningu samfélagsins. Ég held að margir eigi meira undir högg að sækja í dag, heldur en gyðingar. En gyðinga andúðin, er einhvernveginn, stærsti glæpurinn.
Njörður Lárusson, 17.7.2007 kl. 21:52
Þetta er einmitt málið. Alhæft er út frá svörum 500 einstaklinga í löndum þar sem búa á annað hundrað milljónir íbúa að gyðingahatur sé að aukast. Þetta er svo mikið bull að það er með eindæmum. Auk þess er erfitt að sjá að það felist gyðingahatur í því að telja að gyðingar sýni Ísrael meiri hollustu en sínu heimalandi. Það er bara tilfinning viðkomandi. Það er eins og það sé kynþáttahatur að telja að svartir karlmenn hlaupi hraðar en hvítir. Þetta er tölfræðilega sannað og hefur ekkert með viðhorf til kynþátta.
Það væri gaman að sjá spurningarnar sem lagðar voru fyrir blessað fólkið og sjá hvort það hafi verið markmið þeirra að draga fram neikvæða ímynd á gyðingum frekar en jákvæða. Nú veit ég ekkert hvort spyrjandinn er gyðingur eða ekki þannig að ég er ekki að lýsa skoðun minni á gyðingum.
Marinó G. Njálsson, 17.7.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.